138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[21:38]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ástæðan fyrir því að við leggjum til að upptökunni verði frestað er einfaldlega sú að þetta er svo vanbúið, þetta er svo vanreifað mál hjá ríkisstjórninni. Það er ekki búið að hugsa málin til enda eins og varðandi allar eftirágreiðslurnar sem koma í kerfið, sem umsagnaraðilar hafa bent á að getur orðið gríðarlega kostnaðarsamt eða réttara sagt að þá innheimtist ekki jafnmikið af tekjum. Það sem við meinum með því að fresta upptöku er að ef menn vilja gera þetta á annað borð er rétt að leggja málið niður fyrir sér og hugsa það aðeins, ekki að taka það upp á nokkrum dögum vanhugsað og taka einhver horn af því á einhverjum næturfundum á Alþingi. Ég er viss um að hv. þingmaður er mér sammála um þetta.