138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:11]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér koma til lokaatkvæðagreiðslu fjárlögin fyrir árið 2010. Við framsóknarmenn höfum gagnrýnt málsmeðferð ríkisstjórnarinnar og teljum málið vanbúið að öllu leyti. Sérstaklega gagnrýnum við tekjuöflunarleiðir ríkisstjórnarinnar, þær skattahækkanir sem munu hvað mest bitna á þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu og vega að atvinnulífinu. Þá teljum við að hér sé vegið að innviðum samfélagsins að öllu leyti. Það hefði verið hægt að vinna þetta mál miklu betur en ríkisstjórnin kaus að hafa málin eins og þau eru og við vísum allri ábyrgð á hana.