138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:54]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Kirkjan er eitt höfuðakkeri Íslands og þess vegna er ekki eðlilegt að styðja þá tillögu sem hér er lögð fram.

Hins vegar hafði ég kvatt mér hljóðs fyrr um atkvæði og það varðaði svipaða þætti, ýmsa þætti í verkefnum um allt land, stór og smá í hundruðatali. Þessi verkefni eru drifkraftur í mörgu er lýtur að lífinu á landsbyggðinni sérstaklega, einnig í höfuðborginni og á höfuðborgarsvæðinu en sérstaklega á landsbyggðinni. Það er með ólíkindum að menn skuli láta sér detta í hug að ganga gegn þessari uppbyggingu sem á sér stað (BirgJ: Það er enginn …) með sjálfboðavinnu, drifkrafti og hvatningu sem skiptir mjög miklu máli fyrir landsmenn alla. (Gripið fram í.) Þess vegna ættu menn að standa einróma saman um allt er lýtur að þessum verkefnum, þeirri uppbyggingu (Forseti hringir.) í stóru og smáu.