138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:00]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hjúkrunarheimili heita hjúkrunarheimili af vissum ástæðum, það er ekki vegna þess að þetta sé fallegt nafn. Það er gríðarlegur ábyrgðarhluti þegar hæstv. ráðherrar fara í hrein og klár hrossakaup um heilbrigðisstofnanir (Gripið fram í.) og það sem við höfum séð hérna algjörlega blákalt er að hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa litið á þetta eins og einhvers konar matador. Það er bara skipta, þú færð Austurstræti, ég fæ Laugaveg og það er ekki heil brú, (Gripið fram í: Margur heldur mig sig.) virðulegi forseti, (Gripið fram í: Margur heldur mig sig.) hvorki í málflutningi þeirra aðila sem um þetta hafa rætt né tillöguflutningnum. Við skulum leiðrétta þetta, virðulegi forseti. Það er smán að þessum vinnubrögðum og það er algjörlega til skammar að menn skuli færa heilbrigðisstofnanir [Háreysti í þingsal.] yfir til félags- og tryggingamálaráðuneytisins (Forseti hringir.) og, virðulegi forseti, það er gott að það örlar á samvisku hjá hæstv. ráðherrum því að við heyrum (Forseti hringir.) að þetta er mjög óþægilegt fyrir þá af gildri ástæðu.