138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008.

286. mál
[11:18]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegi forseti. Ég tel að breytingartillögur Hreyfingarinnar muni að ýmsu leyti gera ágætt mál mikið betra og við höfum lagt okkur fram um að vanda þær og teljum að þær séu til mikilla bóta. Það er einboðið að hér verði greitt sératkvæði um 6. mgr. sem setur ákveðinn endapunkt við starf þingmannanefndarinnar, þ.e. að hún skuli ljúka störfum ekki síðar en 1. maí. Að mínu mati er það mjög mikilvægt að starf nefndarinnar dragist ekki úr hófi fram og að hún skili af sér einhverju áliti innan þess tíma sem tilgreint er í 6. málslið.