138. löggjafarþing — 71. fundur,  1. feb. 2010.

aðgerðir í efnahagsmálum.

[15:47]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. efnahags og viðskiptaráðherra fyrir svar hans, þó svo að það hafi kannski ekki varpað miklu ljósi á spurninguna sem ég lagði fram.

Hæstv. ráðherra heldur því fram að fyrir liggi viðamikið vandað plan um það hvernig skattamálum og sköttum verður háttað á næstunni en þá ég vil minna á orð hæstv. fjármálaráðherra: „You ain't seen nothing yet“. Það er alveg rétt hjá honum, við höfum ekki séð hvað átt er við.

Jafnframt vil ég minna á að hlutir eins og eru að gerast í sjávarútvegsmálum núna, frumvörp sem eru að koma fram, reglugerðarbreytingar og annað slíkt, auka á óvissu. Atvinnumálin eru í afar slæmum málum og sérstaklega vegna þeirrar óvissu sem stöðugt eykst í þessu.

Það er rétt að við lifum á óvissutímum (Forseti hringir.) og óvissutímarnir sem við lifum á er summa þeirrar óvissu sem ríkisstjórnin hefur skapað um framtíð fyrir heimilin (Forseti hringir.) og fyrirtækin í landinu.