138. löggjafarþing — 77. fundur,  18. feb. 2010.

skuldavandi heimilanna.

[10:52]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Útfærslur í því efni eru einfaldlega ekki klárar en það er alla vega mín bjargfasta skoðun að þetta verði að koma til. Hvort sem það verður fellt inn í núverandi greiðsluaðlögunarferli og komið fyrir þar á forræði dómsmálaráðuneytisins eða gert með öðrum hætti er útfærsluatriði, en ég held að þetta sé brýnasta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir núna.

(Forseti (ÁRJ): Forseta hafa ekki borist fleiri fyrirspurnir til ráðherra á þessum morgni en enn er tími til spurninga og vill forseti gefa þingmönnum í sal kost á að spyrja ráðherra spurninga ef þeir hafa áhuga á.)