138. löggjafarþing — 79. fundur,  23. feb. 2010.

almenn hegningarlög.

45. mál
[16:29]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka að ég styð í rauninni þau markmið sem liggja að baki frumvarpinu og spurningin er kannski meira fræðileg. Það sem vakti mig til umhugsunar er að í greinargerð er sagt að nauðgun sé þekkt og skilgreint hugtak, samanber t.d. skjalafals, manndráp og líkamsárás. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort sú andlega árás sem um ræðir væri þekkt hugtak innan refsiréttarins. Það er eiginlega það sem ég fór að velta fyrir mér.

Ég vil líka lýsa því yfir að ef þingið óskar eftir aðkomu sérfræðinga á vegum ráðuneytis til skoðunar lagatexta er það sjálfsagt og auðsótt mál.