138. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2010.

fatlaðir í fangelsum.

266. mál
[15:45]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil enn og aftur þakka fyrirspyrjanda fyrir að vekja máls á þessu atriði vegna þess að ef við lítum á málefni fanga og að þeir njóti heilbrigðisþjónustu og annarra réttinda á við aðra borgara þessa lands þá má auðvitað ekki kippa þessu öllu úr sambandi við það eitt að menn fari í fangelsi. Þeir verða að njóta sömu þjónustu og aðhlynningar og aðrir borgarar þessa lands. Ég tel að það sé mjög mikilvægt. Ég tel jafnvel í tilefni af fyrirspurn fyrirspyrjanda að það sé ráð að þau ráðuneyti sem koma að þessum málum setjist niður og athugi hvort hægt sé að útbúa heildstæða stefnu í þessum málaflokki.