138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[14:27]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt að ýmislegt fór ekki eins og ætlað var þegar kynjakvótinn var settur í Noregi, m.a. það að hann náði bara til hlutafélaga þannig að mörg félög breyttust úr því að vera hlutafélög í einkahlutafélög. Við lærðum af þessari reynslu og tiltókum að kynjakvótinn næði líka til einkahlutafélaga.

Síðan kom í ljós við innleiðingu á kynjakvótanum í Noregi að fyrirtækin þyrftu lengri tíma en tvo aðalfundi og í okkar ákvæði fá fyrirtækin fjóra aðalfundi til að uppfylla skilyrðin.

Ástæðan fyrir því, hv. þingmaður, að við erum ekki með sektarákvæði í kynjakvótanum er sú að við viljum sýna samningi Félags kvenna í atvinnurekstri, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs virðingu okkar og (Forseti hringir.) endurmeta í lok tímabilsins hvort ástæða sé til þess að setja á sekt.