138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[14:28]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta viðskn. (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Þarna gætum við kannski náð saman vegna þess að við erum farin að tala um að sýna þessum samningi virðingu. Ég hefði lagt til að við sýndum þessum samningi þá virðingu að taka ákvæðið út. Við getum gert það núna áður en við samþykkjum frumvarpið. Við getum sameinast um að koma með breytingartillögu þess efnis, tekið ákvæðið út af virðingu við samninginn en jafnframt komið með sameiginlega yfirlýsingu þess efnis að við hvettum aðila og mundum leggja allt okkar á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir að við þyrftum að fara í þessa lagasetningu 2013. Mér þætti mun betri aðferð að við tækjum höndum saman og hvettum til þessa í staðinn fyrir að ganga þannig fram að við séum að klára lagasetninguna og að þetta hangi yfir í gildistökuákvæði til 2013. Mér hefði þótt miklu meiri virðing við samninginn (Forseti hringir.) fólgin í því að gera þetta á annan veg.

(Forseti (ÁRJ): Forseti minnir á að ræðutíminn í þessum andsvörum er ein mínúta.)