138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[16:11]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er tilbúin að fara í margs konar vinnu til að bæta hlut kvenna i stjórnum og ráðum aðra en löggjöf. Að því er ég tel eru þau fyrirtæki sem reist hafa verið úr öskustónni og hafa orðið til í hruninu flestöll ríkisfyrirtæki. Almenn einkafyrirtæki hafa ekki orðið til. Þar hefur hlutur kvenna verið rýrður, þar rýrir framkvæmdarvaldið í umboði löggjafans hlut kvenna í stjórnum og ráðum nýrra fyrirtækja sem það reisir úr rústum annarra fyrirtækja, svo einfalt er það. Á meðan erum við að velta því fyrir okkur hér að setja lög á einkageirann til að hann fari að lögum sem framkvæmdarvaldið í umboði löggjafans fer ekki eftir. Það er að mínu mati íþyngjandi og ekki réttmætt.