138. löggjafarþing — 86. fundur,  4. mars 2010.

tilkynning um dagskrá.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Tvær utandagskrárumræður fara fram í dag. Hin fyrri hefst um kl. 11 að loknum dagskrárliðnum Óundirbúnum fyrirspurnatíma og er um heilsugæslu á Suðurnesjum. Málshefjandi er hv. þm. Árni Johnsen. Heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. 1.30, að loknu hádegishléi, og er um peningamálastefnu Seðlabankans. Málshefjandi er hv. þm. Birkir Jón Jónsson. Efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.