138. löggjafarþing — 91. fundur,  15. mars 2010.

greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri.

446. mál
[16:42]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kom fram í máli allra hv. þingmanna áðan að það frumvarp sem hér er lagt fram væri til bóta. Það sem við hv. þingmenn gerðum var að velta upp mögulegum hlutum sem þyrfti að hafa í huga í nefndum þingsins þegar málið færi þangað inn. Það er ekkert annað en það að við hv. þingmenn séum sammála hæstv. ráðherra í því að þetta sé ágætisskref. Það sem ég hins vegar gagnrýndi í andsvari mínu áðan var tónninn og geðvonskan sem skein í gegn þegar við vorum með málefnalega gagnrýni. Það var bara það.