138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

heilbrigðisþjónusta.

308. mál
[19:13]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Við erum að greiða atkvæði um breytingar varðandi heilsugæsluna, þ.e. yfirlækna og yfirhjúkrunarfræðinga. Ég vil að það komi skýrt fram að skilningur þeirrar er hér stendur er sá að að þessu máli samþykktu, sem mér sýnist að við séum að samþykkja, þá verði hægt að gera breytingar á heilsugæslunni. Það þarf ekki endilega, eins og nú er, að vera yfirlæknir og yfirhjúkrunarfræðingur á hverri einustu heilsugæslustöð þannig að — það er minn skilningur. Ég vil koma því skýrt á framfæri og ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu.