138. löggjafarþing — 134. fundur,  9. júní 2010.

tilkynning um dagskrá.

[10:32]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Hádegishlé verður í lengra lagi í dag, eða frá kl. 1 til 2. Klukkan 2 í dag, að loknu hádegishléi, fer fram umræða utan dagskrár um störf skilanefnda bankanna. Málshefjandi er hv. þm. Vigdís Hauksdóttir. Efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.