138. löggjafarþing — 134. fundur,  9. júní 2010.

lengd þingfundar.

[11:16]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég held að þjóðin þurfi ekki að hlusta á þetta harmakvein úr pontu Alþingis sem er nánast átakanlegt. Hér kemur fólk hvert á eftir öðru upp í pontu og kvartar yfir vinnu, kvartar yfir kvöldfundum, kvartar yfir því að þurfa að vinna fram á nótt. Hv. þingmaður og hæstv. forseti. Við höfum þó vinnu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Ekki mikið lengur.)