138. löggjafarþing — 135. fundur,  10. júní 2010.

orð þingmanns í umræðu um störf þingsins.

[12:38]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég hef ýmislegt upplifað frá því að ég tók sæti hér á þingi en þessi stund hérna áðan þegar hv. þingmaður — það er erfitt að kalla hann það í dag — Björn Valur Gíslason kom í pontu með sínar svívirðilegu ásakanir er lágpunktur þessa þinghalds alls frá því að ég kom hingað og Vinstri grænum öllum til minnkunar, því miður. Ég tel algjörlega nauðsynlegt að hv. þm. Björn Valur Gíslason fái tiltal frá flokki sínum, helst frá forseta Alþingis. Ég tel að það hafi verið full ástæða til að víta hv. þingmann. Svívirðilegar ásakanir voru bornar hér á borð og það er okkur hv. þingmönnum ekki bjóðandi að sitja undir umræðu sem þessari í þinginu, og þá ekki íslenskri þjóð að hafa hv. þingmenn hér sem starfsmenn sína sem tala með þessum hætti. Þetta er svívirða.