138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

aðgangur að framhaldsskólum.

[12:24]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Raunin er sú miðað við þær tölur sem við höfum yfir að ráða að bæði skólar úti á hinni hefðbundnu landsbyggð og í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru með nemendur í meiri hluta úr nærsamfélagi sínu og kannski á þetta líka við um ýmsa skóla í Reykjavík. Við höfum horft upp á að nemendur hafa sótt verulega í bekkjarskólana sem hv. þingmaður vísar í sem eru sex talsins, ef ég man það rétt, af 32 framhaldsskólum alls. Hugmynd mín á bak við þessa breytingu er að ganga bil beggja, 55% plássanna eru þá til ráðstöfunar út frá öðrum forsendum en búsetu, en eigi að síður er ákveðinn hverfisforgangur tekinn upp. Fyrst og fremst er skylda okkar hins vegar að tryggja að allir framhaldsskólar geti boðið upp á nám sem sómi er að og að allir teljist þeir fullgildir framhaldsskólar þannig að nemendur fái að nýta þann rétt sem þeim er tryggður í nýjum lögum um framhaldsskóla.