138. löggjafarþing — 143. fundur,  16. júní 2010.

greiðsluaðlögun einstaklinga.

670. mál
[04:37]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil bera tvær stuttar spurningar — kannski er ekki svo einfalt að svara þeim — upp við hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur. Hver verður hvatinn til frjálsrar greiðsluaðlögunar? Hvað er það sem mun gera það að verkum að kröfuhafar munu frekar vilja ganga frá samkomulagi í frjálsri greiðsluaðlögun frekar en senda það í gegnum þvingaða greiðsluaðlögun? Hver eru helstu áhyggjuefnin — af því að ég mundi gjarnan vilja að gengið yrði hratt frá næstu málum, þeim þremur sem á eftir koma og tengjast þessu — varðandi frumvarpið, þ.e. hvað lagaleg spursmál, stjórnarskrána og annað áhrærir?