138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

viðbrögð við hæstaréttardómi um gengistryggð lán.

[10:11]
Horfa

Atli Gíslason (Vg):

Frú forseti. Ekki stend ég upp til að andmæla þessari tillögu hv. þingmanns sem kom upp áðan, heldur vil ég bara benda á að það eru til aðrar leiðir í þessu máli, þ.e. að viðkomandi lánafyrirtæki gætu með fjárnámi farið til sýslumanns og gert þar mismunandi vaxtakröfur. Slíkt fjárnám sætir kæru til Héraðsdóms Reykjavíkur og slík kæra nýtur flýtimeðferðar í þeim skilningi máls að hægt er að kæra úrlausn héraðsdóms þegar í stað til Hæstaréttar sem mundi taka málið fyrir strax í sumar þannig að ég hygg að þetta mætti með þessum hætti leysa á 1–2 mánuðum.