138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

fundarstjórn.

[14:37]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég sé mig knúinn til að koma upp undir þessum lið til að spyrja virðulegan forseta hvort hún geti beitt sér fyrir því að reyna að koma vitinu fyrir hæstv. ríkisstjórn í þessu máli. Þetta er gersamlega óþolandi. Hér stöndum við frammi fyrir mikilli hættu, hættu á mikilli upplausn í þjóðfélaginu og hæstv. forsætisráðherra dirfist að koma upp og segja: Við ætlum að taka okkur tvo til þrjá mánuði í að afgreiða þetta á Alþingi á meðan fyrir liggur frumvarp um nákvæmlega þetta atriði. Skömm þín er mikil.