138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

greiðsluaðlögun einstaklinga.

670. mál
[16:34]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég styð hinn svokallaða heimilispakka sem hér er til umfjöllunar og atkvæðagreiðslu. Ég vil hins vegar benda á að við erum ekki að leiðrétta hinn almenna forsendubrest sem varð í samfélaginu. Þetta eru ekki aðgerðir sem gagnast öllum, þær gagnast sumum, reyndar allt of fáum. Ég held að við séum enn þá að setja plástur á opin beinbrot.