138. löggjafarþing — 154. fundur,  9. sept. 2010.

auglýsingaskilti utan þéttbýlis.

[10:50]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. umhverfisráðherra greinargott svar, með þeim betri sem hafa komið fram í þessum fyrirspurnatíma þar sem oft er svarað frekar út í hött en hitt. Ég vek athygli á þessu máli ekki síst í því ljósi að í þeim hremmingum sem íslenskt samfélag hefur verið að ganga í gegnum undanfarin tvö ár er hætt við að náttúruvernd og umhverfismál mæti einhverjum afgangi, við heyrum það oft í umræðunni að það eigi að ganga enn frekar á náttúruna og þess háttar hluti í alls konar meintri atvinnuuppbyggingu. Þess vegna er gott að vita til þess að umhverfisráðherra stendur vaktina í þessu máli sem öðrum og ég met það og þakka fyrir það.