138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:09]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Með því að halda upplýsingum frá fyrrverandi viðskiptaráðherra er honum gert erfitt og nánast ókleift að sinna skyldum sínum sem fagráðherra eins og best verður á kosið. Ég tek dæmi um yfirlýsinguna sem fylgdi gjaldeyrisskiptasamningum við norrænu seðlabankana. Þrír ráðherrar, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, rita undir yfirlýsingu þar sem m.a. er talað um að ríkisvaldið beiti sér af festu fyrir sér að minnka efnahag bankanna. Fyrrverandi viðskiptaráðherra var ekki kunnugt um þá yfirlýsingu.