138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[17:04]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að ekki sé hægt að draga línu á milli þeirra ráðherra sem voru við völd 2007–2009 og þeirra ráðherra sem voru við völd á árunum 2001–2007. Mér skilst að samkomulag hafi orðið um það á þingi að skoða a.m.k. einkavæðingu bankanna og það er alveg ljóst í mínum huga að til þess tíma má rekja upphaf hrunsins. (BjarnB: Hrunsins?) Upphaf hrunsins, já. Og það má færa fyrir því rök, sem ég hef ekki tíma til á þeim stutta tíma sem ég hef, að mjög margt sem skeði á þessu tímabili frá 2001–2007 er hægt að flokka undir mikla vanrækslu. Ég dreg því alls ekki línuna á milli ráðherranna sem við fjöllum um núna og ráðherranna sem voru við völd á árunum 2001–2007.