138. löggjafarþing — 165. fundur,  22. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

707. mál
[11:01]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er alls ekki sjálfgefið að við breytum vinnubrögðum á Alþingi þó að það hafi komið fram í umræðum um skýrslu þingmannanefndarinnar að vilji sé til að gera slíkt. Ég held að það skipti öllu máli að við klárum þetta mál hratt og örugglega. Það er alveg rétt að það er mikilvægt að við komumst í önnur mál. Ef þingið heykist á því að klára þetta mál held ég að það bitni því miður ekki bara á þjóðinni heldur líka þeim einstaklingum sem bíða þeirrar ákvörðunar hvort þeir verða ákærðir eða ekki. Ég bið þingmenn Sjálfstæðisflokksins að greiða fyrir þessu máli á Alþingi. Allur sá málflutningur sem komið hefur fram hér ber þess því miður merki að tefja eigi að málið og þvælast fyrir. (SKK: Bull.) Ég bið hv. þingmenn að koma með málefnaleg (SKK: Bull.) rök (Gripið fram í: Tveggja daga …) og styðja mál sitt.