138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[10:54]
Horfa

Frsm. þingmn. um skýrslu RNA (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég leyfi mér að vísa í nefndarálit nefndarinnar um afstöðu okkar gagnvart þessari tillögu. Meginmálið er það að eins og ég skil tillöguna lýtur hún að rannsókn frá því að Icesave-málið kom upp, væntanlega í ágúst, líklega 24. ágúst 2008, til dagsins í dag. Það liggur fyrir rannsókn á upphafi þess ferils í rannsóknarnefndarskýrslunni en alls ekki nema til lítils hluta þess tímabils. Þess vegna töldum við þetta falla utan skýrslu rannsóknarnefndarinnar og verksviðs þingmannanefndarinnar.