138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:08]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þann 25. september undirritar hv. þm. Oddný G. Harðardóttir nefndarálit. Ég ætla að spyrja hana hvort hún hafi þá í þeirri vinnu tekið tillit til bréfs frá hæstv. fyrrverandi utanríkisráðherra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem var dagsett 24. og öllum þingmönnum var sent.

Þar kemur nokkuð mjög merkilegt fram, t.d.: Hvernig átti hæstv. utanríkisráðherra að minnka bankakerfið sem utanríkisráðherra? Hvernig átti hún að koma í veg fyrir Icesave sem utanríkisráðherra? Hún skrifaði undir samninga við norrænu bankana vegna þess að núverandi hæstv. forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir var farin af fundi. Hvernig er hægt að ákæra hana fyrir það en ekki hæstv. forsætisráðherra sem vissi nákvæmlega um þann fund sem hún hafði verið á? Ég spyr hv. þingmann: Hvernig stendur á því að þetta bréf hæstv. fyrrverandi utanríkisráðherra var ekki rætt?