138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:27]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Ákæra og réttarhald þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að teljast fullnægja mannréttindum. Eitt er það að rannsaka þarf það sem leiðir til ákæru. Það hefur ekki verið gert eða í mjög litlum mæli. Sakborningur þarf að hafa stöðu sakbornings og hann þarf að hafa verjanda. Það hafði hann ekki. Hann veit ekki enn þá að hann er sakborningur. Sakarefnin eru óljós og auk þess kemur Alþingi, sem er kjörið og pólitískt, að öllum þáttum. Það ákærir. Það kýs saksóknara. Það velur átta af fimmtán dómurum landsdóms. Þetta eru pólitísk réttarhöld. Ég segi nei við því að ákæra Geir H. Haarde.