138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:32]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég hef enga sannfæringu fyrir því að Geir H. Haarde hafi sem forsætisráðherra af ásetningi eða stórfelldu hirðuleysi brotið gegn stjórnarskrá lýðveldisins, öðrum landslögum eða stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu með athöfnum sínum og athafnaleysi. Saknæmisskilyrði ráðherraábyrgðarlaganna eru því ekki uppfyllt og því ber þingheimi að segja nei. Ég segi nei.