139. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[18:42]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar sérstaklega að dvelja við seinni hluta orðræðu hv. þm. Ásbjörns Óttarssonar. Lausn mín á því að menn skeri síður niður nær sér og heldur betur meira fjær sér er að snúa hlutföllunum við hvað sveitarstjórnir og ríkið varðar. Ég vil sjá mun sjálfstæðari byggðasvæði hringinn í kringum landið sem taka að sér meginhluta opinberrar þjónustu á komandi árum þannig að þá færast þessi verkefni út í hérað og peningunum er deilt þar niður sem nærþjónustuverkefni. Þetta á t.d. við um heilsugæsluna, sjúkrahúsin, vegagerðina og þetta á við um margt fleira í okkar rekstri vegna þess að mér finnst það á margan hátt óeðlilegt að ákvarðanir í ríkisfjármálum séu teknar meira og minna allar í 101 Reykjavík.