139. löggjafarþing — 5. fundur,  6. okt. 2010.

rannsókn á einkavæðingu bankanna.

16. mál
[17:56]
Horfa

Flm. (Þórunn Sveinbjarnardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég kem upp til að þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir undirtektirnar við þessa þingsályktunartillögu. Ég vil að það komi fram að ég tel bæði sjálfsagt og eðlilegt að þau atriði sem hv. þingmaður kom inn á í ræðu sinni verði skoðuð í nefndinni sem fjallar um tillöguna, sem væntanlega verður hv. allsherjarnefnd. Ég tel fulla ástæðu til að bæta þá þeim spurningum, eða þeim atriðum sem þurfa skoðunar við, við tillöguna í umfjöllun þingsins enda ekki nema eðlilegt. Ég vil þá bara nota tækifærið aftur til að þakka þingmanninum fyrir undirtektirnar. Ég tek einnig undir það að að sjálfsögðu eigum við ekki endalausa peninga til að verja í rannsóknir en í þessu máli eru ekki öll kurl komin til grafar og við gerum þetta til að draga af því lærdóm fyrir framtíðina. Við vonum vissulega að í framtíðinni verði fleiri fyrirtæki ríkisins einkavædd og þá með réttum og eðlilegum hætti.