139. löggjafarþing — 5. fundur,  6. okt. 2010.

rannsókn á einkavæðingu bankanna.

16. mál
[17:57]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var eiginlega meðsvar en ekki andsvar þannig að ég á kannski erfitt með að svara því. En ég tel mjög brýnt, af því að það er vonandi á stefnuskrá að einkavæða allan þann fjölda fyrirtækja sem hafa lent í höndum ríkisins eða í höndum bankanna, sem enn eru undir stjórn skilanefnda. Ef þau fyrirtæki eru ekki seld hið fyrsta getur það skert mjög mikið samkeppnisstöðu á öllum markaðnum. Það er mikið kvartað undan því að fyrirtæki sem ekki fóru í þrot eru að keppa við önnur sem njóta mikillar hjálpar þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum og standa þar af leiðandi betur. En ég held að ég hafi ekki fleiri orð um þetta.