139. löggjafarþing — 7. fundur,  7. okt. 2010.

þingsköp Alþingis.

6. mál
[11:44]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það kann vel að vera að þetta hefði slík áhrif ef af yrði en ég tel engu að síður vert að skoða hvort ekki eigi að setja hámark á alla umræðu. Það mega alveg vera þrjár vikur eða sex vikur eða hvað það nú er í klukkustundum í ræðustól á Alþingi.

Ég tel að slík hneisa sem varð hér fyrir síðustu kosningar þegar komið var í veg fyrir vel undirbúnar ígrundaðar breytingar og nauðsynlegar og brýnar á stjórnarskrá Íslands megi ekki gerast aftur. Hv. þingmaður nefndi hér Kató yngri sem hafði mikil áhrif á samtíma sinn og gerir kannski enn í dag ef marka má hennar orð. Í takt við þann mæta mann vil ég segja hér að auk þess legg ég til að með tilliti til lýðheilsusjónarmiða verði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins flutt frá fjármálaráðuneyti til (Forseti hringir.) heilbrigðisráðuneytis. [Hlátur í þingsal.]