139. löggjafarþing — 8. fundur,  12. okt. 2010.

kosning í saksóknarnefnd, skv. 13. gr. laga nr. 3 19. febr. 1963, sbr. ályktun Alþingis 28. sept. 2010 um málshöfðun gegn ráðherra, fimm manna skv. hlutfallskosningu.

[15:08]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég verð að segja það eins og er að ég undrast dálítið þann málflutning sem hér er viðhafður af hálfu hv. þm. Bjarna Benediktssonar, einfaldlega vegna þess að það var forseti Alþingis sem fékk umrætt bréf frá Andra Árnasyni hæstaréttarlögmanni og forseti Alþingis hefur svarað því bréfi með þeim hætti sem hún telur rétt og kynnt var bæði í forsætisnefnd og fyrir formönnum þingflokka. Í því bréfi kemur fram þrátt fyrir þann passus sem hv. þingmaður las, með leyfi forseta:

„Þegar litið er til efnisskipanar 13. gr. laga um landsdóm, orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn verður ekki annað séð en að meðferð Alþingis á málinu samræmist þingsköpum Alþingis.“

Ég vil lýsa þeirri skoðun minni að ég tek undir það viðhorf sem fram kemur í bréfi forseta Alþingis en síðasta greinin er að sjálfsögðu eðlileg af hálfu forseta í bréfi til lögmannsins um að það hljóti síðan að verða í valdi landsdóms að úrskurða um öll álitamálin sem upp koma varðandi þennan málarekstur