139. löggjafarþing — 14. fundur,  18. okt. 2010.

fundarstjórn.

[16:23]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég taldi að þessi liður sneri að því að hér ættu ráðherrar að svara fyrirspurnum sem þingmenn leggja fyrir þá. Fyrirspurnir fara með sínum hætti inn í ráðuneytin og ekki er um óundirbúnar fyrirspurnir að ræða þannig að ráðherrarnir hafa það alveg í hendi sér að hafa svörin tilbúin þegar þeir koma hér í ræðustól. En að hæstv. utanríkisráðherra skuli þylja hér upp fortíðina af miklum móð, hvernig einhverjir þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði hér í eina tíð eða hegðuðu sér í þinginu, það á, frú forseti, ekki heima undir þessum lið. Ég vil að þessi mál verði endurskoðuð hér í þinginu, því ráðherrar koma sér gjarnan undan því að svara þeim spurningum sem fyrir þá eru lagðar. Þetta er óásættanlegt.

Í lokin kom hæstv. utanríkisráðherra inn á það að öllum spurningunum hefði verið svarað. Hví stóð þá ráðherrann upp aftur?