139. löggjafarþing — 15. fundur,  19. okt. 2010.

tilkynning um dagskrá.

[14:01]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Um klukkan 4 í dag fer fram umræða utan dagskrár um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Málshefjandi er hv. þm. Kristján Þór Júlíusson. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Ögmundur Jónasson, verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Forseti vill vekja athygli á því að gert er ráð fyrir atkvæðagreiðslum síðar í dag um þriðja dagskrármálið, nauðungarsölur.