139. löggjafarþing — 15. fundur,  19. okt. 2010.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

24. mál
[17:14]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er einmitt það sem vonandi verður, að málið fái málefnalega afgreiðslu í þingnefnd. Ég get alveg hugsað mér að þingnefndin fjalli um hvort færa eigi varaforseta þingsins til sama vegar og lagt er til varðandi formenn nefnda og formenn þingflokka í þessu. Það hlýtur að vera málefnaleg umræða sem er einmitt það sem mér finnst eiga að fara fram í þessu máli sem og öllum öðrum í þinginu, að við tökum mál til málefnalegrar umræðu í nefndum.

Svo erum við ýmist sammála eða ósammála og á endanum ræður vægi atkvæða þar um. Væntanlega berum við jafnmikla virðingu hvert fyrir öðru á undan og eftir þó að við séum ekki á sama máli og látum kannski vera að kalla hvert annað nöfnum af því við erum ekki á sömu skoðun.