139. löggjafarþing — 17. fundur,  21. okt. 2010.

fundarstjórn.

[11:12]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Ég þarf nú ekki að bæta miklu við það sem hæstv. utanríkisráðherra sagði um þetta mál. Ég vil þó að það komi fram vegna ummæla hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur að ekki er endilega samasemmerki milli sjálfstæðis þingsins og sjálfstæðis hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur til þess að leggja fram mál. Forseti ákveður dagskrá þingsins og hefur um það samráð við formenn þingflokka. Þingflokkarnir fengu tækifæri til að leggja fram ákveðinn forgangslista í upphafi þings, gerðu það, þau mál hafa flest komist á dagskrá eftir því sem ég kemst næst og um það hefur verið ágætt samkomulag. Ég vísa því algjörlega á bug að framkvæmdarvaldið sé með einhverjum hætti að blanda sér í þetta mál, dagskrá þingsins er ákveðin af forseta sem hefur haft um það samráð við þingflokksformenn og dagskrá dagsins í dag er algjörlega eðlileg að þessu leyti til. Það er m.a. tekið tillit til þess hvenær mál koma inn. Mjög margir vilja auðvitað koma sínum brýnu málum að en þau komast ekki öll að á sama degi. Það er auðvitað alveg ljóst að það (Gripið fram í.) er þingmanni ljóst. (VigH: …, hv. þm. Árni Þór.)