139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

ráðherraábyrgð.

72. mál
[14:42]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var mjög merkilegt svar úr munni hv. varaformanns fjárlaganefndar.

Fyrir Alþingi liggur samningur sem fjármálaráðherra hefur undirritað. Það var vel þekkt. Það lá líka fyrir Alþingi frumvarp til laga um að staðfesta þann samning. Það er verið að semja fjárlög fyrir næsta ár sem eiga að taka á öllu sem menn búast við og fyrir er séð. Þá er annaðhvort í þessu dæmi að hv. þingmaður, þegar hann samþykkir þetta, hafi reiknað með því að þetta yrði ekki samþykkt eða og líka að hann hafi ekki tekið mark á undirskrift hæstv. fjármálaráðherra sjálfs sem skrifaði undir samkomulag.

Ef fjármálaráðherra hefði gert samning við einhvern grunnskóla um eitt og annað hefði það ekki komið inn í fjárlagafrumvarpið? Þetta er alveg með ólíkindum. Þetta svar er rangt.