139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

Landeyjahöfn.

[10:52]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður vitnar í aðrar aðgerðir en sandausturinn í höfninni og flutning á ósum Markarfljóts. Það er aðeins brot af þeirri upphæð sem við erum að tala um og verður að sjálfsögðu ekki ráðist í nema að undangengnu mati á umhverfisáhrifum og með tilskildum leyfum hvað það snertir.

Ég árétta að við vinnum að því að fá raunhæfar upplýsingar um framvinduna. Þetta er óvissa en við erum staðráðin í að reyna að yfirvinna þennan vanda. Eins og hv. þingmaður nefndi og ég tók undir í fyrra svari mínu er þetta mjög mikilvæg samgöngubót fyrir Vestmannaeyinga og við vinnum stöðugt að mati á því hvernig við (Forseti hringir.) tryggjum þessa samgöngubót til frambúðar.