139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

úthafsrækjuveiðar.

[11:02]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Hv. þm. Jón Gunnarsson spyr um ákvörðun ráðherra um að taka úthafsrækju úr kvóta á nýbyrjuðu fiskveiðiári. (Gripið fram í.) Það hefur verið rökstutt, — það má vel vera — sú ákvörðun ráðherra hefur verið rökstudd og hann hefur fulla heimild til þess að gera það. Ég geri ekki athugasemdir við það þó hv. þm Jón Gunnarsson sé mér ekki sammála og að þau svör sem ég gef falli honum ekki að öllu að skapi. Það verður bara svo að vera. En svörin eru skýr. Það er nú bara svo að með rækjuna, eins og við höfum rætt hér, þetta er ákvörðunin og hún stendur og það eru þá svörin. Hv. þingmaður metur síðan hvort hann lýsi því yfir að hann sé því ekki sammála. Það er þá bara hans fullyrðing en mál og ákvörðun ráðherra stendur.