139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

Landsvirkjun.

188. mál
[12:11]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er mjög ánægjulegt frumvarp sem hér er mælt fyrir. Mig langar til að spyrja hæstv. fjármálaráðherra tveggja spurninga. Sú fyrri er: Er verið að breyta Landsvirkjun í hlutafélag? Hver er munurinn á þessu formi og hlutafélagaforminu þegar upp er staðið?

Í öðru lagi: Ákvarðar fjármálaráðherra með því að veita ríkisábyrgð í reynd hvað Landsvirkjun má virkja og hvað hún má ekki virkja?