139. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[15:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þessir reikningar áttu að vera inni í fjárlögum, þeir áttu að vera þar en þeir voru það ekki. Ég hef gagnrýnt það aftur og aftur. Þeir áttu að vera þar, bæði lánsfjárheimildin fyrir 700 milljörðum sem og útgjöldin, vextir af þeirri sömu upphæð í heilt ár frá ársbyrjun 2009, sem voru um 40 milljarðar, áttu að vera inni í fjárlögunum. Maður hlýtur að gera kröfu til þess að það sé minnst á þetta. Ég ætla svo sem ekki að gagnrýna hv. þingmann fyrir það vegna þess að það var hæstv. fjármálaráðherra sem brást í þessu sem og meiri hluti fjárlaganefndar sem samþykkti fjárlögin fyrir árið 2010.