139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

tekjuskattur.

300. mál
[19:02]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það var verið að upplýsa mig um að hæstv. fjármálaráðherra er á opnum auglýstum stjórnmálafundi norður í landi, á Akureyri. Það var vitað í allan dag að ráðherrann yrði ekki við umræðuna. Samt sem áður er lögð áhersla á að koma málinu á dagskrá og stjórnarandstaðan er ekki upplýst um það hvernig að málinu er staðið.

Ég vil koma því á framfæri, frú forseti, að mér finnst þetta dónaskapur við þingið og dónaskapur gagnvart stjórnarandstöðunni. Mér finnst það til háborinnar skammar fyrir hæstv. fjármálaráðherra að haga sér með þessum hætti.