139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

úthlutun sæta á stjórnlagaþing.

[15:37]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Mér er greinilega ekkert óviðkomandi. Það er nú landskjörstjórn sem hefur þetta með höndum og ef það eru einhver vafaatriði eða álitamál er það hennar að úrskurða í því efni. Ég veit ekki betur en að hún hafi gefið út kjörbréf þannig að það hlýtur að hafa verið rétt og eðlilega að öllu þessu staðið. Enda veit ég ekki betur og sýnist að hún sé mjög vel mönnuð og kunni vel til verka. Ég er þess vegna alveg klár á því að hún kunni að lesa í öll lög sem um þetta hafa verið sett og telji að ekkert hafi verið að, enda hafa, eins og ég sagði, verið gefin út kjörbréf.