139. löggjafarþing — 44. fundur,  8. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vegna orða hv. þingmanns er mikilvægt að við minnum okkur á það að við urðum fyrir miklu tjóni. Endurskipuleggja þarf allan rekstur ríkisins og þar á meðal og ekki síst heilbrigðisstofnana sem er ákaflega dýr og stór málaflokkur. Það þarf að fara í endurskipulagningu á öllu kerfinu. Við þurfum að horfa yfir landið og hugsa hvar við þurfum að hafa þjónustuna. Við verðum að taka tillit til byggðanna og við þurfum að taka tillit til samgangna.

Aðalatriðið er þetta: Öll þjónusta ríkisins er undir þegar við þurfum að endurskipuleggja og endurraða vegna þess að tekjurnar eru lægri.