139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[14:44]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Við sjálfstæðismenn greiddum atkvæði gegn því að lagt yrði af stað í þann leiðangur sem hér er verið að veita fjárveitingu fyrir. Í samræmi við það styðjum við ekki að fjárlagaliður þessi sé afgreiddur með þeim hætti sem lagt er til, en auk þess verður að gera athugasemd við það að sá kostnaður sem hér er reynt að mæta í fjárlögum er m.a. til kominn vegna þess að sá saksóknari sem hér var kosinn virðist vinna með varasaksóknaranum sem mátti skilja af lögunum að ætti að starfa sjálfstætt og til vara. Nú hefur það verklag verið tekið upp að þeir virðast standa saman sem að mínum dómi leiðir til enn meiri kostnaðar en lögin gerðu ráð fyrir. Við erum mótfallin þessu og styðjum þess vegna ekki liðinn.