139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:06]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það er lenska sumra hv. þingmanna að tala niður til safnliðanna, smáu verkefnanna um allt land. Það er ekki gott. Það er mikilvægt (Gripið fram í.) að sinna þeim þætti er lýtur að listum, stofnfjárframlögum og ýmsum verkefnum sem varða tugi verkefna um allt land, smárra verkefna og metnaðarfullra. Það er ástæða til að styðja við það í hvívetna. Þetta eru litlar tölur en þær skipta miklu máli og eru mikil hvatning. Það er mín reynsla af langri setu í fjárlaganefnd að þessi vinna sé best unnin í fjárlaganefnd, ekki í öðrum nefndum þingsins. (Gripið fram í.) (BirgJ: … á þingi.) Það er eðlilegt að þessari vinnu ljúki fyrir 3. umr. Hún hefur oft verið þannig unnin bæði fyrir 2. og 3. umr. (Forseti hringir.) og það skiptir máli að fylgja því eftir. Ég vil ekki sjá það í atkvæðagreiðslunni núna vegna þess að ég tel að málið sé í vinnslu.